Tuesday, August 21, 2007

Þetta er Ísland í dag



Ó já, hér ölumst við upp til að fylgja hjartanu

..kH

Monday, May 07, 2007

Kosningablogg - tímamótaárið 2007

Kæru íslensku lesendur
vinir, vandamenn
aðrir

ég get ekki orða bundist.

Sjaldan, ef nokkru sinni, hefur skipt svo miklu máli að fólk kynni sér málefni líðandi stundar gaumgæfilega. Auðvitað eru kosningar alltaf mikilvægar. Við erum að "kjósa yfir okkur" stjórn .. fulltrúa okkar á þingi, þá menn og konur sem við hættum á að treysta fyrir hagsmunum okkar, efnahagnum okkar og landinu okkar.

Til að þetta virðist ekki langt og skrikkjótt blogg, loðið og óræðið eins og svo margt af því sem lesa má um pólítík í blöðum, ætla ég að koma mér beint að efninu

hjarta máls míns

Ég biðla til ykkar
að taka mál mitt alvarlega - ég hef skoðað þetta mál og hugsað það vel, yfirleitt væri ég ekki með pólítískar yfirlýsingar:
tryggasta aðferð okkar til að knýja almennilegar breytingar fram, er að setja X við V á laugardaginn

Að kjósa Vinstri-Græna

og þetta er ekkert djók. Þeir sem nenna að lesa nánari umræðu mína um þetta munu finna hana handan strikanna þriggja, aðrir ættu að hætta hér - en treystið því að ég er að hrópa þetta af mikilli innlifun og eindrægni.

---
Af hverju er X-V endilega uppbyggilegasta leiðin fyrir framtíð samfélags okkar og landið okkar? Hvað með Íslandshreyfinguna, myndi einhver spyrja .. Af hverju ekki Samfylkinguna, myndu aðrir segja. Fólk af sértæku sauðarhúsi myndu svo tala um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarmenn í jákvæðu ljósi. Takið eftir því að ég var næstum búinn að gleyma Frjálslyndum - en það segir nefnilega töluvert um þann flokk.

Hinn almenni íslenski þegn sem kannski ekki les sig til um málefnin eða fylgist með flokkunum stýrist mjög sennilega af eðlisávísun, tilfinningu fyrir návist flokkanna gegnum tíðina. Ég var slíkur þegn áður en ég gerðist aktívur kjósandi, sem gerðist ekki fyrren um síðustu alþingiskosningar. Þá tók ég reyndar afstöðu af tilfinningu og innsæi, en síðan þá og með aukinni þekkingu á raunveruleika hiðs pólítíska landslags hef ég þó komist að því að innsæið var ansi sterkur leiðarvísir.

Möguleg skynjun almennra ósérfræddra íslenskra þegna á "skapgerð" flokkanna - byggt á eigin reynslu:
Sjálfstæðisflokkur --> valdaspilltur flokkur manna í framapoti sem byggja starfsemi sína á hagsmunum þeirra 10-15% Íslendinga sem eiga mest. Flokkurinn talar í óskýrum skilaboðum, helst í kringum hlutina, forðast að vera nákvæmur og gegnsær. Flokkurinn reiðir sig á upplýsingaskort kjósenda og útúrsnúnar staðreyndir. Flokkurinn lítur ekki á sig sem fulltrúa neins, sér í lagi ekki hins almenna Íslendings, og hlustar aðeins á þegna lands síns ef honum er stillt upp við vegg og hann neyddur til þess.

Framsóknarflokkur --> karakterlaus fylgja. Blæs sig upp án innistæðu, byggir frama sinn á því að fá að vera með þeim sem nýtur meirihlutans og hlotnast það með því að vera þægilega samvinnuþýður. Flokkurinn er sjálfur "léleg eftirlíking" því hann er án raunverulegrar sjálfsmyndar, heilindalaus og ósannfærandi.

Frjálslyndir --> lítill flokkur sem enn er að rembast við að vera til. Enginn veit almennilega fyrir hvað hann stendur en flokkurinn er líklega tilkippilegur, áhrifagjarn og til í að grípa hvaða tækifæri sem er til að verða sýnilegri. Þetta er flokkurinn sem gleymist og reynir því að minna á sig með stórum og óvönduðum slagorðum. Þarf enn að hrópa til að í honum heyrist.

Samfylking --> áhugavert afl fólks með afar ólíkar skoðanir. Flokkurinn er duglegur við að hlusta á rödd alþýðunnar og reiðubúinn að laga sig að vilja hennar ef mögulegt er. Byggir starfsemi sína á uppbyggilegum málefnum. Þó eru innan fylkingarinnar aðilar sem aðeins slæðast með vegna stærðar flokksins og þarafleiðandi pólítískum framamöguleikum. Flokkurinn er einnig svo miðjumoðandi að áherslur hans geta breyst skyndilega og hætta er á að afstaða flokksins breytist í þágu þeirra vinda sem hann fær í seglin. [helsta áhætta þess að veita atkvæði sitt hér: flokkurinn er jafn líklegur til að stökkva í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og hvaða flokk annan sem er til að komast í stjórn, áherslur hans kunna að geta riðlast í kjölfarið vegna þess að hann skortir fullkomið afdráttarleysi]

Íslandshreyfingin --> glænýr flokkur fullur af hugsjónum og krafti. Einkennist af uppbyggilegum málefnum, virðist skýr og samkvæmur sér, traustins verður þar sem hann segir það sem hann meinar. Ókostur flokksins er hversu nýr hann er, enn í mótun vegna þess að hann dreif framboð sitt fram. Flokkurinn er mikilvæg vídd í pólítískt landslag Íslands, en þarf rými til að stækka og þroskast. [helsta áhætta þess að veita atkvæði sitt hér: deilir fylgi sínu með stjórnarandstöðunni, hinum "grænu" flokkunum, atkvæði hér eykur því miður líkurnar á að núverandi stjórn haldi velli þar sem það drægi úr meirihluta Samfylkingar og Vinstri-Grænna]

Baráttuhópur aldraðra og öryrkja --> afar lítill flokkur sem stæði helstan vörð um afmörkuð málefni á kostnað annarra. Málefni flokksins eru brýn og er sjálfsagt að hann eigi fulltrúa á þingi. Flokkurinn er þó ekki heilsteyptur stjórnmálaflokkur, heldur líkari hagsmunafélagi.

en

Vinstrihreyfingin - grænt framboð --> friður, umhverfismál og jöfnuður. Afdráttarlaus í skoðunum sínum, byggir starfsemi sína og allt mál sitt á heilsteyptri heimspeki (friður, umhverfisvernd og jöfnuður fólks - virðing fyrir lífi, fólki og náttúru) sem hann hvikar aldrei frá. Fullkomlega trúverðugur og samkvæmur sér, og hefur verið það allt frá stofnun. Eini heilsteypti flokkurinn, utan Íslandshreyfingarinnar, sem ekki talar kringum málefnin heldur ræðst að kjarna málsins og orkar sem voldugasta mótstaðan við hamslausan framgang núverandi stjórnarflokka. Óhræddur við að setja spurningarmerki við það sem vafasamt gerist á sviði stjórnmálanna, stillir valdhöfum upp við vegg og krefst bæði tafarlausra og hreinskilinna viðbragða. Flokkurinn er nánast eins og "lögreglan" í íslenskri pólitík en jafnframt boðberi nýrra vistvænna möguleika sem byggja á grundvallarheimspeki flokksins.

--
Mikilvægi þess að veita Vinstri-Grænum atkvæði okkar á laugardaginn felst ekki síst í því að góð kosning tryggði að Samfylking og Vinstri-Grænir gætu myndað stjórnarsamstarf. Ef hlutfall Vinstri-Grænna er sterkt er Samfylkingin líklegri til að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn alfarið. Þar með væri núverandi stjórn alveg fallin, sem í raun er orðin brýn nauðsyn fyrir íslenskt samfélag. Ójöfnuðurinn á Íslandi versnar með ári hverju. Fella þarf stjórnina alfarið til að mynda glænýtt pólitískt landslag á Íslandi sem byggir á "grænni" jafnaðarstefnu.
Afdráttarleysi Vinstri-Grænna, skýr fókus þeirra, myndi reynast Samfylkingunni það aðhald sem hún þarf til að svigna ekki af þeirri uppbyggilegu braut sem hún boðar. Samstarf Samfylkingar við Sjálfstæðisflokkinn eykur gífurlega hættuna á því að raunveruleg breyting eigi sér ekki stað, og að flokkurinn aðlagi baráttuefni sín að óhemjuganginum í Sjálfstæðisflokknum.

Atkvæði til Íslandshreyfingarinnar dregur því miður úr líkum þess að breyting eigi sér stað. Þótt að flokkurinn hafi vænst þess að draga fylgi sitt frá Sjálfstæðismönnum eða Framsókn hefur það verið að sýna sig að fylgið dregur Íslandshreyfingin aðallega frá Vinstri-Grænum. Þetta er ekki skrítið þar sem báðir flokkar virðast deila sýn og heilindum. Þó eru það Vinstri-Grænir sem hafa sýnt það og sannað síðan þeir komu fram að þeim er treystandi til að halda sinni skýru sýn, sama hvað gengur á í samfélagslegri umræðu eða pólitísku landslagi. Þar sem Vinstri-Grænir eru stærri flokkur með raunsæja möguleika á að stuðla að fellingu stjórnarinnar, auk þess að vera fullkomlega trúverðugir, er mun vænlegra að veita flokknum atkvæði okkar. Og það væri gert með fullri virðingu fyrir Íslandshreyfingunni, sem mun á næstu árum koma meira og meira inn í stjórnmál Íslands.
Ný stjórn Vinstri-Grænna og Samfylkingar myndi þjappa jarðveginn fyrir Íslandshreyfinguna og hópa einsog Baráttusamtök aldraðra og öryrkja. Sameiginlega myndu þessir fjórir flokkar geta mótað jafnt velferðarsamfélag fyrir okkur, nýtt og heilla Ísland þar sem valdspilling ætti erfitt uppdráttar. Til þess að þetta geti orðið verðum við þó að framkvæma í samhengi við aðstæður dagsins í dag - það eina sem tryggði að þetta geti orðið er að veita Vinstri-Grænum atkvæði okkar og styrkja því hlutfall þeirra til muna. Samfylkingin stendur sjálf sterk, enda fjölmennur hópur. Sterkir Vinstri-Grænir myndu fullkomna jöfnuna, auk þess sem þeir væru nauðsynlegt aðhald heilinda og fullkominnar virðingar fyrir lífi, fólki og náttúru.

Ykkar einlægur,
..kH

Saturday, January 06, 2007

Well now, what do you know. The old bloggin' boy is at it once more. To the best of my knowledge I haven't b*logged since August of 2006. What happened? Where did I go?
To be sure, I am not entirely aware what happened. Life just kept passing and I didn't feel like b*logging at all. For a long time. Whether this b*log marks a change time will have to tell us in time when the time is right, you know?
Have you tried http://www.pandora.com ? If you have not you should definitely give it a visit and a try. Let it be said that Pandora dot com is a music lover's haven. Do you enjoy getting to know new music that you might like? Well, Pandora is specially designed to assist you in just that. Go on, have a log .. on

I apologise, on account of time passed and lack of exercise my English vocab may have diminished. I have been living in Iceland since the end of June 2006. Not had too many opportunities to practice my excellent English, such as it was anyway.
If English proves impossible for me I will switch entirely to Icelandic, but let us give English a chance.

Presently I am sat at home. It is about 01:49 am. Friday evening. Listening to Pandora's choice of tunes and melodies to have me taste. Seems like piano music is supposed to be up my alley. A lot of piano in these choices. I love piano, really wish I still played it. I used to, you know. For two years I was a pianist. Then the brat that I was quit. Did not care much for the homework. Homework, aye. We're never entirely free.

Happy New Year. 2007 has arrived. Yay. Hopefully a year of victory and constructive times. Perhaps alcohol consumption will be banished from my life this year. Worth a try. The life style changes until now have proven quite successful. I'm not perfect but I'm pretty good in sticking to certain clear principles. Banish alcohol and integrate more raw foods. The next step down the line. Or up the ladder, whichever.

Enya is Pandora's choice for this moment. Haven't heard this particular Enya song before. Guess I'll tell the database that I like it. Too much Enya can make one go funny though. It's good stuff, most of it, but it is bit more New Age than I can easily digest, unless it comes in small doses.

Did I mention that on December 11 of 2006 Haffi and I celebrated our first engagement anniversary. We spent a whole weekend in a large cottage surrounded by a forest. I love forests and trees. I feel so at home and at ease in that particular cottage. Wish it were mine, an escape whenever I needed one. Well we spent a weekend there in good company. We finally began wearing permanent engagement rings, golden ones engraved with our names in Höfðaletur (old Icelandic decorative letters, usually engraved - similar to runes but lacking the supernatural factor) as well as containing a hidden personal message on the inside. I love my ring. I love having the love of my life bound to me in this way. To be able to feel a symbol of our commitment on my finger at all times. His commitment to me and my commitment to him.

It is all that matters. The core of my being. Upon which all else is fleeting and surmountable.

"if that doggy named Rover don't bark, momma's gonna buy you a horse and a cart"

The above quote is from Pandora's current choice. Me no like really. Too corny.
Three babies have just entered this world. Earlier this evening Haffi's sister had twin boys. On January 4th my friends, Hilmar and Hoffý, had a daugther. Congratulations to all.

On June 1st of this year all cafes and clubs and such public suchwhats in Iceland will be smoke-free! I am totally ecstatic about the news. It will change the lives of non-smokers such as myself. Finally everyone can have a night out without having to breathe poison and be sick and reek of toxins upon returning. Fuck cigarettes and the tobacco industry! May all cigarettes disappear off the face of the Earth and be forgotten by one and all. I feel that the new laws are completely fair and just. Smokers should be able to keep their nasty habits away from those that choose not to breathe shit and poison.
The pointlessness of nights out, of clubbing, of partying, of fooling oneself to put carelessness and foolery at a par with enjoying oneself, will be less physically harmful. It will still be mostly pointless, an empty and naive activity (as the substance of such times has less to do with the muck being consumed than the company of fellow humans, a phenomenon that would just as well exist without the alcohol), but one may choose to be a fool in a less poisonous environment.

More piano. I really think it would make me happy to start playing piano again. Or any instrument. Not the brass stuff maybe, but guitar would be just as nice. Or the cello. Or a harp. Something melodic. Piano is wonderful. So tender and soothing.
For now I'll have to settle with Apple's Garage Band. Make music on my computer while I reacquaint myself with the true instrument.

Last year was, at a whole, wonderful. Difficult at times. But it really turned out great. Better than most years before. My life has really evolved since 2002. So many incredible things have happened. 2003-2006 was a strange and dynamic period of my life. I have been told that 2007 is an important year for me, that will influence the next 3-6 years. Thankfully I am aware and keep it in the back of my head now that 2007 has just landed. May I not forget it and make the most of the year.

I am in love. And on that note let us end the current entry.

..kH