Fragments of the author's conscious mind in the past quarter of a century II
*brosir* Það er alveg ótrúlegt að vera kominn hingað aftur. Stundum líður mér eins og ég hafi aldrei farið. . þegar maður situr hérna virðist manni, já, ég veit það ekki, eins og fortíðin hér og nútíminn, við. . hérna. . núna, renni saman – tveir angar mismunandi tíma teygi sig yfir allt sem á milli er, og sameinist. . hylji millitíðina. Þetta er bara alveg ótrúlegt.
- Manstu, sumar nætur gátum við ekki sofið, og læddumst hingað niður. Settumst á gólfið, hérna einmitt, og horfðum út um glerið. Út á vatnið. Manstu ekki.
* Jú. Ég man samt ekki hvenær eða hvers vegna við byrjuðum á því. Hvernig okkur datt í hug að þetta myndi vera eitthvað sem við hefðum gaman af.
- Nei, það er rétt. Ég man það ekki heldur. Við gerðum þetta samt. Oft tvær eða þrjár nætur í röð. Við áttum svo ekki í nokkrum erfiðleikum með að sofna eftir að við fórum aftur upp. Við sofnuðum meira að segja nokkrum sinnum hérna niðri, á gólfinu.
*hlær* Ég man líka tilfinninguna. Við sögðum ekki orð, bara sátum og störðum. Þessi algjöra þögn.
- Nema hvað stundum gátum við heyrt hina strákana bylta sér í rúmunum fyrir ofan.
* Ég öfundaði alltaf Benóný af því að vera í herberginu sem sneri að vatninu. Hann hefði getað gert það sama og við í sínu svefnleysi, nema hvað hann gat setið í rúminu, vafinn í sængina, og bara horft út um gluggann sinn.
- Ég hefði samt ekki viljað sleppa því að læðast niður. Það fól í sér ákveðið ævintýri fyrir mann.
* Og vatnið er þarna enn. Jafn fallegt og það hefur nokkru sinni verið. Ég saknaði þess alltaf. Alveg frá því að ég fór héðan hið fyrsta sinni.
- Dreymir þig það stundum?
* Stundum. En oftar hugsa ég um það á vökunóttum. Það er líka oft sem ég ligg með opin augun í rúminu, og læt hugann reika til tímanna hér. Ég rifja upp leikina, dagsverkin, og matartímana. Ég hugsa um fóstruna, og ykkur strákana. Stundum, milli svefns og vöku, lét ég mér meira að segja detta í hug að drífa mig hingað uppeftir, og þá væruð þið allir hér enn. Óbreyttir. Ennþá munaðarlausir litlir strákar sem lékuð ykkur saman við vatnið. Þið kæmuð hlaupandi á móti mér, og fögnuðuð mér. Þið mynduð allir hafa munað eftir mér, saknað mín. Og ég myndi setjast hér að, gerast vinnumaður fóstru. Búa hér, með ykkur. Allt eins og það var. Fáránlegt.
- Nei. Ég myndi frekar segja skiljanlegt. Allar mínar bestu minningar eru héðan.
* Dreymir þig vatnið?
- Mig dreymir þetta. Þöglu stundirnar með þér, starandi út á vatnið.
*lítur á hann* Er það?
- Já, mjög oft. Hérna leið mér best. Stundum vonaði ég að við næðum ekki að sofna, svo við myndum læðast saman niður. Oft hélt ég mér vakandi, og vonaði og vonaði að þú myndir rísa úr rekkju og koma að rúminu mínu til að sjá hvort ég væri sofandi. En oft heyrði ég að þú sofnaðir, heyrði það á andardrættinum. Fólk andar á ákveðinn hátt þegar það sefur. Reglulegri andardrættir, og ákveðnari. Ég heyrði það alltaf strax. Þá lá ég oftast svefnlaus í töluverðan tíma áður en ég sofnaði loks líka. En ég fór aldrei einn hingað niður. Ég vildi alltaf hafa þig með mér. Ég held ég hafi alltaf saknað þín mest. Meira en hinna. Og vatnsins. Þú varst besti vinur minn. Og sennilega sá vinur minn sem hefur gert hvað mest fyrir mig, bara með því að vera til staðar í minningunni. Kannski gerir fjarlægðin fjöllin eitthvað blárri en þau eru, en minningarnar um okkur hafa alltaf borið með sér einhvern óhlutlægan læknamátt.
* Við deildum náttúrulega ansi sérstökum tímum hérna. Öll dvölin er sveipuð miklum tilfinningum. Söknuði, gleði, von, björgun – að ekki sé minnst á tilfinninguna sem fylgdi því að vera á endanum slitinn burt frá ykkur og húsinu, og vatninu. Samband okkar strákanna hvor við annan einkenndist að sjálfsögðu af huggun. Við höfðum allir misst, og fundið heimili á ný. Fjölskyldu. Hvor í öðrum – og fóstru, og bóndanum. Auðvitað hlýtur minningin um kærleikann hér að fylla brjóst manns af góðum tilfinningum. Líkt og draumur.
Sálarflötur minn er jafn grár og sléttur og þessi gata fyrir neðan mig. Búið að malbika yfir allt sem gerði hann áhugaverðan. Ég hef engan karakter lengur, mér þykir ekki vænt um neitt, ég hef engar skoðanir, mér finnst yfirhöfuð ekki neitt.
Stundum sit ég og allt virðist umvefjast þoku. Fólkið sem fer hjá allt í kringum mig verður andlitslaust, og nær útlimalaust. Svífur hjá eins og vofur. Fer hvergi, svífur bara um, stefnulaust. Öll hreyfing verður óraunveruleg á þennan hátt. Þetta er ekki eins og í draumi, því í draumum mínum er allt raunverulegra. Í draumunum er heimurinn eðlilegur. Í draumum er ég sá sem ég vil vera. Strákurinn í næsta húsi. Þessi með pabbann sem fer í vinnuna eldsnemma á morgnana og kemur heim fyrir mat. Og mömmuna sem vinnur úti hálfan daginn en kemur heim rétt eftir að ég er kominn úr skólanum. Þar á ég systkini, eitt lítið, eitt eldra. Við erum fjölskyldan sem fer ekkert fyrir sökum hversu eðlileg við erum.
Þannig er draumurinn. En í veruleikanum er ég úrhrak. Lítið fífl sem veit ekkert. .
Ég á ekkert. Ég fer ekkert, en er á sama tíma hvergi. Ég vil ekkert. Ég kann ekkert. Meira að segja bekkurinn sem ég sit á skammast sín fyrir það. Þó svo að útlimalausu vofurnar í kringum mig virðist ekki gera neitt, nema svífa stefnulaust, þá er ég viss um að þær hljóti að fara lengra en ég. Að þær geri meira en ég. Að heimurinn hafi meiri not, og sé stoltari, af þeim en mér. Ég sinni ekki því sem heimurinn þarf því ég veit ekki einu sinni hvað það er sem heimurinn þarf. Ég hlýt að lifa eins og sníkjudýr á heiminum, því ég anda að mér súrefni hans og drekk vatnið hans, en er bara til og gef ekkert á móti. Ég er vanþakkláti ormurinn þó svo að það sé alls ekki það sem ég vil vera.
En ég er áttalaus, kunnáttulaus, tilgangslaus. Ég reyni að finnast ég ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem tilvera mín hlýtur að vera – en það reynist mér erfitt.
Ætli þetta verði ekki óskipulegust[u skrif] sem þú munt nokkru sinni lesa. Ég komst að þeirri niðurstöðu, þegar ég velti fyrir mér hvernig ég færi að því að hrinda [þessu] af stað, að best væri að leyfa sér að rita [þetta] í afar frjálsu tjáningarflæði, og að í gegnum þessa fyrstu tilraun næði ég svo fullkominni stjórn á pennanum – yrði fær um að skipuleggja skrif mín betur eftir að hafa upplifað vinnuna við heilsteypt verk.
20. október.
Ég sit í kofanum þar sem ég dvel meðan á námskeiðinu stendur. Ég sit við borð sem svo hugvitssamlega hefur verið komið fyrir við gluggann, sem snýr í átt að ánni – sem virðist renna í gegnum Hellu. Ég er alveg á árbakkanum. Stórkostlegt. Hefði vart getað hlotið betri dvalarstað. Það er ekki nóg með að áin sé í sjálfri sér gullfalleg – heldur vill svo til að veðurfar og loftslag gerir það að verkum að dalalæða svífur yfir ánni. Það er lág þoka. Silkislæða yfir svæðinu. Ég elska andrúmsloftið sem skapast. Blankalogn, svalt í lofti, og þoka sem nemur við jörð. Stillt eins og nóttin.
Ég reyni að henda reiður á eitthvað eitt einstakt atriði sem ég get svo tekið fyrir – en mér reynist það erfitt. Líkt og ég geti ekki nálgast upplýsingarnar í augnablikinu. Kannski þokan úti fyrir hafi smeygt sér inn um eyrun mín og kastað móðu yfir hugsanirnar.
Minn eigin skilningur á kenningunum er góður – hárfínn. Inni í mér líður mér eins og ég muni ekki eiga í vandræðum með að tileinka mér þær. Ég bara kem þeim ekki í orð. Það er of margt, of mikið. Ég vil skrifa, tjá mig – túlka skilning minn í eigin orðum og deila honum með öðrum. En eitthvað hindrar mig í að beita huganum hnitmiðað.
En leiðinlegt – þokan hefur gufað upp. Breytt um form. Hún er alla veganna horfin. Og mér þykir það miður.
Kæra frænka.
Samkvæmt minningum mínum, en þær eru allt er ég get reitt mig á að hafi skrásett fortíð mína rétt, var alltaf mikið ævintýri að gista heima hjá þér í æsku. Og ævintýrið heldur áfram. Í dag kitlarðu þolinmæði manns með aggressívum athugasemdum, ögrar manni með rökföstum skoðunum, og kórónar samræður með síðasta orðinu.
Stefna kvöldsins:
Kynda undir þann loga er fyrir flöktir
Vera sjálfur samkvæmur mér sjálfum
Opna mig og bjóða innfyrir
Taka því sem mér er fært sem gjöf
Storka óöryggi með einlægni
---
Gagnvart viðkomandi:
Kasta ljósunum á svið það sem gerir fært
Að leika mann sjálfan
Og leiða uppklappið
Ég hef ákveðið að fagna nærsýninni. Það hjálpar mér að hluta til við að sætta mig við heildarhlutskipti mitt, en sú er ekki ástæðan ein og sér. Nærsýnin er hjálpartæki. Meðfætt hjálpartæki. Náðargjöf örlátra gena gallaðra foreldra. Það tók tíma að læra að beisla eiginleikann sem gjöf, og nýta mér hann á jákvæðan og uppbyggjandi hátt – en það tókst. Nærsýnin hjálpar mér við skriftirnar. Hún auðveldar einbeitingu. Hún leysir upp skarpleika og útlínur andlitanna kringum mig, og þar af leiðir að þau verða óraunverulegri. Fólk verður að skrípafígúrum, og ég hætti að taka það alvarlega. Þá hættir það að búa yfir þeim mætti að trufla mig, ég leiði það hjá mér með nánast engum herkjum. Ég er slíkt ofurmenni með þennan hæfileika, því aðeins ofurmenni geta með hugarorkunni leyst upp lífræna hluti. Vald mitt er ótvírætt!
If you lack life force – daimoku; if you lack clarity – gongyo; if you lack conviction – study; and if you lack joy – teach others.
“Að biðja Gohonzon afsökunar á því að hafa rógborið Lögmálið með fylgni við óæðri kenningar er upphafspunktur þess að rétta af lífsástand þitt.”
..Herra Tsuji
“Einlæg iðrun mun jafnvel uppræta hið harðgerðasta karma, að ekki sé minnst á hið lausgerðara”.
..Nichiren Daishonin
17.09.02.
Ég hef aldrei verið nógu fær í dagbókarskrifum, þrátt fyrir að vera þrusufær í að skrifa nær hvað sem er annað. . svo lengi sem ég er ekki að reyna að ramma inn raunveruleikann að þá stoppar penninn ekki. Sennilega eru það fordómar í mér gagnvart raunverunni, en mér finnst hún ekki nógsamlega spennandi – nema þá kannski á þeim tímabeltum í lífinu þegar maður er ástfanginn, eða sorgmæddur sökum mikils missis. Þá opnast einhverjar flóðgáttir og maður getur endalaust blásið rituðum orðum sínum lifandi tilfinningar í brjóst – að er virðist.
Já maður. . en, þar sem að þetta er mjög sniðug hugmynd að þá get ég varla látið vera að eiga hlut í heildinni, þannig að ég ætla að reyna að koma einhverju raunverulegu í orð.
Í dag líður mér einsog ég sé ekki á leiðinni neitt. Ég vakna á morgnana, og það tekur mig óratíma að slefast á lappir. . dagurinn hefst vart fyrren á hádegi. Svo sinni ég skyldum dagsins, og enda daginn uppi í rúmi, nær engu ríkari og lífmagnsvolti fátækari. Ég hef engan titil, enga stefnu; týndur í hnausþykkum gráleitum hversdagsgraut.
Hvernig stoppar maður svona ósjálfrátt flæði, og fer að hafa áhrif á það hvar maður er staddur? Einhvern veginn hlýt ég þó að bera ábyrgð á stöðu minni í dag. . þær afleiðingar sem ég lifi eru af eigin orsökum í fortíðarmókinu einhvers staðar, ekki satt? Vænlegasta lausnin er þá líklega sú að einbeita mér að orsökum dagsins í dag. . því afleiðingar þeirra hlýt ég þá að lifa í framtíðinni.
Já, þetta er skynsamlegt: góðar orsakir í dag, góðar orsakir núna!
..æ ég vona bara að afleiðingarnar séu ekki lengi að koma fram. Annars morkna ég úr tilgangsleysi. .
25.10.02.
Einhvern tímann minntist ég á að tilveran væri sjaldan jafn spennandi og þegar maður er ástfanginn. . þetta er afar rómantízk hugmynd, og þegar maður segir þetta að þá virkar þetta mjög jákvætt. En því miður eru víst fleiri hliðar en ein á öllum málum – og þá ekki síst tilfinningamálum.
Það er t.d. hægt að uppgötva of seint að maður sé ástfanginn, og því fylgir nær óbærilegur sársauki. Kannski upplifði ég þessa krísu vegna þess að ég hafði aldrei þekkt ástin áður? Ég taldi mig hafa kynnst henni. . ég var þess fullviss. En svo hittir maður persónu sem kemur eihverju annarlegu af stað inni í manni. . maður fyllist óöryggi, en samt gleði, maður er þakklátur, en samt er maður ekki tilbúinn að höndla allt sem gjöfinni fylgir; maður klúðrar því á sama tíma og maður telur sig vera að gera rétt. . þegar svo er unnið úr tilfinningaflækjunni kemur í ljós að það sem maður kastaði frá sér var það sem maður þráði mezt. .
og ef maður í örvæntingu sinni hleypur til og reynir að laga það sem maður skemmdi, er það að sjálfsögðu of seint!
Er þetta ekki lögmál þess að lifa?
To whom it concerns.
[ ... ] I have read considerably about Jacques Lecoq’s work, and about the training offered at your school. It so happens that the ETA programme at Rose Bruford College, a demanding physical theatre programme, is partly influenced by mr. Lecoq’s methods. On the ETA course we intensely study the methodologies and theories of the influential European practitioners; these include Lecoq, Grotowski, Artaud, Brecht, Stanislavski, Barba, and Staniewski. We get the chance to discover within ourselves which methods we want to look at in depth, and develop our own philosophies of theatre.
I want to benefit greatly from my European placement next year, and I know that the work done at the International Theatre School is the sort of work I want to learn more about. This is why I am taking a chance to write you this request.
I am extremely committed, and driven by a deep passion for theatre. I am punctual and hard-working. I do not speak French, but I am unafraid to declare that if the International Theatre School would be willing to allow me to join their programme for three months, on the condition I could understand French, I would make every effort to learn the language to any possible extent before January.
If required I can provide excellent recommendations from my teachers at Rose Bruford College, and/or from other people I have worked with.
I realize that the International Theatre School does not share an exchange agreement with Rose Bruford College, and I should inform you that I am contacting you out of my own initiative. I believe anything is worth a try, and since this could be a great opportunity for me, I want to rather have sent you this request, than forever silently wonder what your response might have been.
With my deep respect. .
In this essay I will look at Lorca’s El Público, and discuss how through the creation of a surrealistic world, its characters, and a practical approach to it in the theatre, we are able to touch on an abstract reality, that may in fact be truer than our rational perception of reality. I will begin by looking at some of the characters [ ... ]
To elaborate on the idea of surrealism, the English-Icelandic Encyclopaedic Dictionary explains it as being a form in art and literature, owing some influence to Sigmund Freud’s (1856-1939) psychoanalytic theories, which draws on the sub-conscious (dreams as an example) and expresses it with eccentric shapes that may not be set up in a rational context.
What we see, or read, in El Público are layers of personal metaphors. Lorca is expressing something, and obviously we may not be able to understand everything he was thinking at each moment of writing the play. We see only the signifiers he decided to leave us with [ ... ]
[B]y applying the surrealistic form, and giving his sub-conscious and emotive associations shape in his play, Lorca allows us to connect with him on an immediate level. By making our own sub-conscious associations to his depicted signifiers, discarding logic for immediacy, we meet Lorca in that sphere of mystery. A dimension of true humanity, of a universal identity that can not be rationalized.
..k(elskar)H
Sunday, January 15, 2006
Subscribe to:
Posts (Atom)