Tuesday, October 18, 2005

Fragments of the author's conscious mind in the past quarter of a century I

Við upphaf þessarra skrifa, sit ég í upphækkuðum stól, húki yfir þeirri stóru eyðu sem þessi [skrif] mín [eru], með kertaljós í hægra horni sjónsviðs míns, og glugga við enda borðsins gegnt mér, en get ekki með nokkru einasta móti einbeitt mér. Ég veit ekki hvar hornsteinn frásagnarinnar ætti að vera; hvar hún hefst eða hvenær, eða hvernig í ósköpunum maður leggur uppí torfarinn leiðangur aftur í tímann með það fyrir augum að safna saman öllu þessu markverða sem er hvati þess að maður er að bagsa þetta, og koma því frá sér á skipulegan hátt.
Ég reyni að rifja upp atvikin, og setningarnar, og umhverfið, og um leið og ég kemst í snertingu við eitthvað af þessu fer allt að hringsnúast inní mér. Hjartað fer í hringi, hæga og óskipulega, rétt eins og það sé ölvað af tilfinningaspíra. Mér verður næstum ómótt, get í rauninni ekki greint hvort það er hjartað eða maginn sem er að snúast svona. En það er akkúrat þessi tilfinning sem verður endanlega til þess að ég er að reyna að festa söguna niður.
Þessi hringekja inní mér, sem ég á svo erfitt með að ráða við, eða koma frá mér, knýr mig til að reyna að segja frá því sem kemur henni af stað. Ef mér tekst það, ætli hún stoppi? Er það raunverulega það sem ég vil? Vil ég losna við hana, því er hún ekki sjálf staðfesting þess að sagan skiptir mig máli?

Við kynntumst fyrst í gegnum veraldarvefinn, ekki satt? Eða, nánar tiltekið, í litlum prívat heimi staðsettum á einum þræða hans. Þú varst fyrir löngu orðinn miklu færari en ég í að plokka svona þræði, og ferðast um veraldarvefinn semog aðra vefi. Þú varst orðinn mjög fimur í því, og hafðir gert þig heimakominn í öðrum heimum víðsvegar um þræði vefjarins, áður en þú steigst fyrst fæti inní heiminn okkar.

I was very happy to receive your letter, and thank you for the picture of Antony. I now have two – the first one came with the [initial] information I got about [him]. He looks like a very handsome boy, and I’m sure one could say the same of the whole family :)
Yes, I live in Iceland, a country far away from yours, and you may not even have heard much about it [ ... ] I am 20 years old, will be 21 in October [ ... ] I might even include original stories in my letters from time to time – merely for your, and hopefully the kids’, enjoyment :)
I work with kids a lot over here, I work at a mental hospital for children and adolescents [ ... ] When I heard of SOS – Kindendorf [at work], I was very interested in being a part of such a wonderful movement, and having a godchild in a foreign country surely is a rewarding experience :)


En þegar ég opna augun aftur er ekkert breytt. Við sitjum enn og kistan er á sínum stað. Ég er ennþá með óþægilegan náladofa í rassinum, og mamma rígheldur enn í hendina á mér. Hún heldur helst til of fast, og mér finnst að hún sé ekki að þessu til að hugga mig, heldur sé hún að ríghalda í það sem enn tilheyrir gamla lífinu. Það eina sem helst óbreytt.
Hún er ekkert fremur tilbúnari að takast á við þetta en ég! Ætli hún átti sig ekki á því að ég er breyttur frá því í síðustu viku, að ég tali ekki um vikuna þar á undan.

Voice over cont’d. Alex stops the car, standing on a viewpoint of the city. He makes his way into the city. Ill-shaven, depressed, has been aimlessly driving along in his convertible (Ford Mustang). Has decided to stay awhile.
What is the first thing he does in the city?

“Þér eruð stuttir í spuna
Á eftir þessu gæti fylgt heil RUNA
Af margvíslegum móðgunum – ég gef
Þér dæmi: Neih, sko þetta nef!
Hann rekur það í botn á hverjum bolla
Svo vöknar hann á nefbroddi og nösum
Hann verður að drekka úr HIMINháum glösum
Og undrandi: Nei, þetta ER ekki þúfa eða hóll
Né hæð né hnjúkur. Þetta er Tindastóll!
Hnýsinn: Hvað ætli’ann geymi inní þessum hólki?
Eitthvað sem hann leynir fyrir fólki?”

Ég sit í lest, sem liðast taktfast áfram ... lestarvagninn er tómur, ég sit hér einn, sem hæfir rólyndisstemmningunni vel. Vagninn er að einhverju leyti upplýstur, en nóttin á samt greiðan gang inn. Mér finnst hún fylla mig, ég síg ofan í sætið og ég get á einhvern dularfullan hátt fundið fyrir hverjum teininum sem lestin rennur yfir. Þá kemur vægur hnykkur, og líkami minn dansar með. Hann danglast með hverri hreyfingu vagnsins ... sem aftur skröltir í takt við alla hina vagnana sem gera hann að lest.

Svo kváðu guðir þeir:
Lát manninn skilja
Leyf ei rangra vegu villu stíga
Hald um það er lífið skóp
Virt sé hverfis-um mannsins minjar
Heiðri skal til halda
Líf sé litið ljóssins lugt
Hugum beina upp-við á
Lát sé samsté
Lát sé hópsté
Lífs ei samall-ein sté
Mánans mátann metið
Lífsljóss rótarrann
Minjahverfis neytt sé
Virt sé mannasköp

Dear Miko.
I hope this letter finds you well. I doubt this will reach you before Christmas, as I’m writing this rather late. The Postal Office declared that all packages to the western states of the U.S. had to be sent by December 7th [ ... ] I’m in bed, believe me or don’t, as I’m experiencing insomnia for the first time in a long while. I don’t know if you’ve ever been in bed a whole night without being able to fall asleep, but I tell you it’s horrible. It’s quite a torture to just lie still, trying not to think of anything [ ... ] My school is out for Christmas [ ... ] I hope I did good, at least I didn’t have much trouble with anything. . but maths. Oh, maths! Just the thought of it makes my skin crawl. Maths are, and always have been, my worst subject. And I have a great teacher too – she’s so good at maths that she has trouble explaining them [ ... ] she does not understand why we all just sit there, glass-eyed, and scratch our heads. Why are they teaching us such complicated mathematics? I mean, I was good at maths while they were normal and made sense [ ... ] But now maths have just gone insane. They’re actually teaching us how to draw and make pictures out of formulas. We get lines, and circles, and triangles, and Us. . why would you ever want to make (2x – 13) + (4x – 7) = 36 into a circle? When in life is there ever going to be an incident or a situation when this kind of knowledge is useful? Honestly! A man is dying in front of you, begging you to Heimlich the peach right out of his throat, but all you manage to accomplish is: “No, um, sorry man, I don’t know how to – but I do know how to turn a funny looking maths problem into a circle.” Yup, you’re going to be the man of the hour there. .


Ljósin kvikna
kalt herbergi
sem bráðum er hitað upp
af tuttugu smáverum
mér og ykkur
---
Ég er hér
þú ert þar
en augu okkar mætast
Ég býð þau velkomin
með sjálfkrafa gestrisni
Varir stutt
Augnabliks heimsókn er heimsókn samt
---
Við hverfum
eftir sitja lestur og hlustun
Hún er ánægð, drottningin
Við erum prúðasta hirðin
ég og þið
---
En einbeitingin flöktir
bíður annarrar heimsóknar
hundraðogáttatíu gráða snúnings
Þú ert kyrr
Smá got!
ég tísti
Augnabliks heimsókn er heimsókn samt
---
Andskotans bjallan!
Andrúmið slitnar – við birtumst
Út úr musterinu svífa
tuttugu smásálir
við og ég
---
Þú tilheyrir aldrei hópnum
svífur einn
virðir fyrir þér blómin
Ég er girtur inni
þrái að komast undan
Smá gola vindir höfði þínu við
Augnabliks heimsókn er heimsókn samt
---
Í sterkari hviðu er jörðinni þeytt undan fótum mér –
Augna – tillit
vegna bliks í laufi
þeytt heim – að dyrum
sókn í vörn
er einskis virði
Í annan heim – að bera beinin
í sókn um þráða hvíld
ligg samt með opin augun – er ég dey
---
Minningin frýs
á ellefta vetri síðan þá.

Ath. Mikilvægt að detta ekki inn í sögu eins og lesandi!
Hvernig eyddi persónan síðustu viku fyrir sögubyrjun?
Aðrar uppl: T.d. hvað gerir persónan þegar hún er reið? Hrygg? Hrædd? Æst? Hamingjusöm?
(með höndum, andliti, búknum)
Ath. Átök þarf að sýna frá fleiri en einu sjónarmiði til að gera þau trúverðug.

Fagurfræðileg fullnæging: þegar höfundur nær að festa eitthvað (tilfinningalega upplifun) í verk sitt.

I have a secret. A secret that I only confess to the shadows. I guess you could call it a dark secret. I’ll whisper it. Could you hear it?
My secret isn’t safe with anybody. Not even me! Sometimes I feel bad about it, sometimes I feel proud! [ ... ] It’s something that crawls within me, forever hidden in the depths of me.

[ ... ] stórt orð,
merkingin svo endanleg eitthvað. Í fyrstu stamaði ég alltaf á d – inu. Þetta orð er svo sárt að taka sér til munns þegar það þýðir eitthvað. Þegar merking þess vísar til ...
Geturðu ímyndað þér að horfa í augun á ástvini og stama þessu ... reyna að segja það varlega, á réttum stað á réttri stund.
Brosir maður? Grætur maður? Orðar maður skilaboðin með flatneskju? Uppgerðu hlutleysi? Horfir maður yfirleitt í augun á viðkomandi ástvini?
Hvernig eru viðbrögð hennar? Afsakar hún sig fyrir að hafa hugsanlega ekki heyrt rétt? Verður henni orða vant? Heldur hún augnsambandi? Hlær hún? Andmælir hún og vonast eftir að vita betur í móðursjúkri afneitun? Brotnar hún saman? Réttir hún fram höndina í ástúðlegri samúð? Strýkur hún manni um kinnina og ... fer strax að syrgja?
Sennilega verður maður þó fyrst að kyngja þessu sjálfur áður en maður fer að upplýsa aðra um staðreyndir málsins.
Hvernig verður mín minnst? Hvernig vil ég að mín verði minnst? Vel, að sjálfsögðu. En hvernig? Hverjir vil ég að minnist mín helst?

Þegar ég sá þig fyrst rankaði ég við mér eins og af svarthvítum draumi. Ég hafði ekki hugmynd um að veröldin hefði verið í þessum gráa lit, fyrren þú tókst þér stöðu í tilverunni og skreyttir hana þessum ótrúlegu litum. Ég hafði unað mér vel í grárri og tilbreytingarlausri tilverunni, því ég var illu vanur. En þegar allt fylltist lit, varð ég óöruggur og elti uppi grámann hvar sem hann sást.
Þetta var saga sambands okkar.

Ímyndaðu þér fugl. Einu sinni á 1000 ára fresti, flýgur hann að stærsta fjalli í alheiminum, sem er á endamörkum hans. Þessi ferð tekur 1000 ár. Þegar hann er kominn brýnir hann gogginn á fjallinu, og flýgur síðan aftur heim. Þegar fuglinn hefur brýnt gogginn svo oft á fjallinu að það er orðið að engu, þá er liðið eitt andartak af eilífðinni.

Ókunnugur: “Það er svo margt sem býr bakvið augun í þér. En hvað er það?”
Ég veit það ekki einu sinni sjálfur. Ég hefjú margsinnis heyrt að í augum mínum miðjum sé pollur einhverskonar sem gefi til kynna að undir yfirborði hans sé mikil dýpt. Djúpur brunnur einhvers sem ég hendi ekki reiður á. En ég finn fyrir því. Brunnurinn hlýtur að liggja niður í innsta kjarna minn, því ég get ekki komist í nálægð við innihaldið nema á einstökum stundum. Við einstaka aðstæður. Ég á það til að finna fyrir því sem í dýptinni býr þegar ég hlusta á tónlist. Ekki alla tónlist. Það er bara sum tónlist sem nær að koma hreyfingu á það sem er þarna á kafi í mér. Þá fer ég að sjá myndir, og ýmislegt sem venjulega eru bara tilfinningar taka á sig sýnileg form. List virðist kalla þetta fram. Ákveðin málverk, ákveðin tónverk, og ákveðnar sögur. Og skriftirnar eru raunverulega bara tilraun mín til að hræra í þessum djúpa brunni og sjá hvað í honum leynist – en hvort ég næ stjórn á því sem upp kemur, er engan veginn víst.

“Þegar ásetningur þinn breytist, mun allt byrja að leiða í þá átt sem þú kýst. Samstundis og þú ákveður að þú munir vera sigursæll, umbreytir hver taug og sérhver fruma líkama þíns sér í þágu sigurs þíns.”
..Daisaku Ikeda

Kæri ...

Þó að ég viti kannski ekki nákvæmlega hvað maður segir við einstakling sem tekst á við erfiðleika á borð við þá sem þú tekst nú á við, þá dettur mér í hug að aðilar með meiri visku en ég hef sankað að mér geti komist nærri því.

“Ef slæm veikindi gera vart við sig hjá þér, ekki verða reiður eða hatursfullur. Ekki verða sorgmæddur eða vorkenna sjálfum þér. Í stað þess, skaltu loga af von og fyllast tilfinningu um hlutverk þitt á grundvelli trúar öllum stundum, og viðhaltu miklu viljaþreki. Manneskja sem gerir það getur unnið bug á veikindum sínum, og getur gert baráttuna við veikindin áhrifameiri og jafnvel uppörvandi ...
“Þegar þú skýrlega setur þér fyrir sjónir sigursæla niðurstöðu, greypir hana í hjarta þér og ert staðfastlega sannfærður um að þú náir henni, mun heilinn viðstöðulaust vinna að því að láta þá huglægu mynd sem þú hefur skapað rætast. Og, með þrotlausu átaki, mun sá sigur verða að veruleika. Þú ert sjálfur skáld eigin sigurs.”
..Daisaku Ikeda

“Vonin er förunautur styrksins og móðir velgengninnar. Þau okkar með djúpstæða von búa yfir náðargjöf kraftaverksins.”
..Sydney Bremer

“Hugrekkið er ekki aðeins ein megindyggðin, heldur birtingarmynd hverrar dyggðar þegar á reynir.”
..Clive Staples Lewis

Take that with you *hoppar í poll*,
..kH

Monday, October 17, 2005

H.K. Maksenseer,

Northling was a peculiar creature
that would inflate or deflate
'ccording to what he was fed
an altruistic egotist
a paradox
that withstood
yet yielded to
being led by circumstance and players
in the grotesqueness of life
- the voluntary antonym of strife -
the inner truce of which
was but a shattered piece of glass
glued together by naïveté
a regular purple carcass
a decomposed reflection of weaknesses suppressed
a sad but true portrayal of: a (bal-)loon obsessed.

A northwas peculiar creatling
inthat dewould flate or flate
toccording hewhat fedwas
anal tistruistic ego
paradoxa
withat stood
yieldyeted to
byled circumbeing anders playstance
in grotof the lifesqueness
- of Anton Volunym thetary strife -
inner theof trucewhich
a buttered pie of glasswas shace
togethered by naïgluveté
a purpular regcarcle ass
a supposed decompressed weak offlection renesses
ad: AA loon obs. (-lab) buttrayal portrue ofsessed

Sensemaker,
..kH